Wednesday, December 20, 2006

Jólajólajólafrí .....

Jæja greyin mín, við erum loks komin í jólafrí - veiveivei.

Þetta er búin að vera gríðarlega hressandi prófatörn. Ég er allavega býsna stirður eftir langar setur og sjónin er eitthvað fönkí. EN nú tekur bara leti og gleði við .... áður en við dettum í þann jólafíling eigum við hins vegar eftir að samgleðjast með öðrum vitleysingum í líffræðinni sem ljúka prófum á morgunn. Það verður væntanlega SVAÐALEGT fjör í Öskju á morgunn, allavega spes stemming sem endranær. En allavega langaði mig bara til að samgleðjast með ykkur nördin ykkar ....




Ps. Ætla rétt að vona að það hafi enginn farið yfir um í prófatörninni og sé farinn að læra aftur undir sjávarvistfræðiprófið sem hann heldur að sé á morgunn!

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Helv...líst mér vel á það. Sindrus bara kominn í brennivíns gírinn fyrir morgundaginn. Þetta verður rosalegt :)

20 December, 2006 21:15  
Anonymous Anonymous said...

Ansi gott verð ég að segja. Annars er ég að velta fyrir mér hvort einhver hafi í allvöru ruglast og heldur að sjávarvistfr sé í dag? :D.
Vona ekki þó, hans eða hennar vegna.

Annars vil ég þakka sindra fyrir að losa okkur við vatnalíffræðibloggið... það var ekkert annað en áminning á... þetta :Þ

21 December, 2006 13:31  
Anonymous Anonymous said...

Alveg dæmigert, ég búinn í prófum og ég fæ þá einhverja magapest. Reyni samt að mæta galvaskur, er nú að ganga yfir.

21 December, 2006 17:54  
Anonymous Anonymous said...

Hey....
langaði bara að þakka öllum fyrir frábært gærkvöld. Þetta var allveg æðislega gaman og við sjáumst öll vonandi milli jóla og nýárs...

22 December, 2006 12:30  
Anonymous Anonymous said...

anonymous = Sæmi

22 December, 2006 12:30  
Blogger ingi said...

Já takk fyrir gærkvöldið....maður var dassi hress:)...virkilega gaman.

Megi ykkur líða sem best yfir hátíðirnar!!

22 December, 2006 16:53  
Blogger Hrönn said...

Já Ingi, þú varst hress. Það var ég hins vegar líka :)
Takk fyrir gott kvöld.

22 December, 2006 19:01  
Blogger Gaui said...

Já, takk fyrir kvöldið, gríðarlegt fjör.
Hafið það gott um jólin, heyrumst milli jóla og nýárs

22 December, 2006 23:37  
Anonymous Anonymous said...

Gleeeðileg jól elskurnar mínar!!

24 December, 2006 12:53  

Post a Comment

<< Home