Saturday, April 22, 2006

Helló og hæ.. Og gleðilegt sumar allir sem einn...
Ég er hérna í vinnunni á laugardegi að stressast upp því ég ætti nú að vera að læra.. Stressið er svona að læðast hægt og rólega... jú nó..
En svona til að reyna að dreyfa huganum aðeins þá fór ég einn á www.b2.is til aðtuga hvort ég fyndi ekki eitthvað fyndið þar.. En í staðinn rakst ég á soldið sem mér finnst frekar ógeðslegt.. Veit eiginlega ekki hvort þetta sé gott eða slæmt...
Finna ekki til sársauka
Margir af íbúum í sænska bænum Gällivare finna ekki til sársauka. Vísindamenn segja að ástæðan sé væntanlega of mikill skyldleiki fólksins. Um 40 manns, einkum þó börn, hafa greinst með þennan sjúkdóm, sem stafar af arfgengum galla í litningi sem veldur því að af því að taugakerfið þroskast ekki rétt.
Blaðið Norrländska Socialdemokraten í Uppsölum í Svíþjóð skýrir frá þessu en Jan Minde, yfirlæknir á sjúkrahúsinu í Gällivare mun í næstu viku verja doktorsritgerð, sem fjallar um rannsóknir hans á sjúkdómnum, sem staðið hafa í 10 ár.
Minde segir í samtali við blaðið, að drengur hafi fótbrotnað við að falla niður af vegg en fann ekkert fyrir brotinu. Þá segir hann að stúlka hafi leikið sér að því að hoppa úr um 2 metra hæð og lenda á hnjánum. Henni hafi þótt skemmtilegt að heyra hljóðið í hnéskeljunum, þegar hún lenti, og það fannst vinum hennar einnig, en stúlkan fann ekki fyrir neinu.
Minde segir að sjúkdómurinn leggist einkum á neðri hluta fótanna og hafi valdið örkumlum sem reynt hafi verið að laga með skurðaðgerðum og jafnvel gervilimum.

Hvað finnst ykkur...???

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þetta finnst mér óhugnalegt...en kemur sér örugglega vel fyrir áhættuleikara:).

Það er ekkert talað um hvort fólkið finni ekki til andlegs sársauka...en ætli það nokkuð. Væri það örugglega frekar döll...

22 April, 2006 14:23  
Blogger marino said...

... ég fæ hálfgerðan hroll þegar ég hugsa um hljóðið í hnéskeljunum ...

22 April, 2006 15:37  
Anonymous Anonymous said...

Já...uss maður, ég var búinn að lesa þetta
Ég man eftir því, að í menntaskóla þá var líffræði kennarinn okkar að segja okkur frá svona krökkum.

T.d. var einn 4 ára sem var að leika sér með eldhúss hníf... því honum fannst svo gaman að horfa á blóðið fossa út úr hendinni á sér. Frekar nastí shit.

22 April, 2006 16:38  
Blogger Hrönn said...

Já ég var einmitt líka búin að lesa þetta í morgun á mbl og ég fékk líka þennann hroll sem marinó var að tala um. Ógó að hreyra hljóðið sjálfur í hnéskeljunum. jakk.
Niðurstaða: sársuki er vinur minn. wouldnt be with out it!

22 April, 2006 18:29  
Blogger Hrönn said...

p.s. Eru einhver heimskugen sem fylgja með þessum erfðagalla.
Ég meina, ef það heyrist svona hljóð í beinunum þegar maður hoppar fram af tveggja hæða húsi, er þá ekki eitthvað að?

22 April, 2006 18:31  
Blogger marino said...

Það er án efa jákvæð fylgni þarna á milli, er ekki alltaf lágt menntunarstig þar sem mikið inbreeding á sér stað?? (pssst... útálandilið!) :) Ég hef amk alltaf ímyndað mér það hehe.

Annars hlýtur stúlkan að fatta að þetta sé eitthvað skrítið þegar lappirnar VIRKA ekki lengur!

22 April, 2006 18:48  
Blogger sindri said...

þið eruð bara haldin fordómum ... öfundsýkin er að fara með ykkur! Hver vill ekki geta verið laus við sársaukann sem fylgir skemmtilegu bulli? Mig hefur alltaf langað til að hoppa fram af húsi og lenda á hnjánum - þetta er eitt skemmtilegasta hljóð sem berst manni til eyrna við við lendingu! Svo hvað segiði er mót á morgunn? Hæsti lendingarsmellur vinnur!

22 April, 2006 19:30  
Anonymous Anonymous said...

Já líst vel á það sindri, stökk framaf öskju, ég skal meta hver sé með hæsta hnéskeljasmellin

22 April, 2006 20:15  
Anonymous Anonymous said...

Dó ekki Ricker úr svona?

22 April, 2006 23:23  
Anonymous Anonymous said...

Soldið magnað. Fær mig til að skoða málið og þótt ég hefi frekar háan sársaukaþröskuld, viðurkenni ég alveg að við hin ýmsustu tækifæri í lífi mínu hafi ég viljað sleppa við sársaukann. Sérstaklega árið 2002. Þá var ég saumaður samtals 56 spor eftir 10 mismunandi slys. But beauty is pain....

25 April, 2006 12:30  

Post a Comment

<< Home