Wednesday, April 12, 2006



Ég veit ekki hvor er krúttlegri... Ingi eða Garcia!

Nýjustu fréttir í fiskabúramálum:

Ég er eins og þið vitið í afar ábyrgðafullri og erfiðri vinnu á Náttúrufræðistofunni í hinum ágæta bæ, Kópavogi. Þar eru fiskabúr og haldiði að ég hafi ekki lent á spjalli við hinn ágæta mann sem sér um fiskabúrin hér. Hér er eitt, ~5-600 lítra sjóbúr sem er ekki með rándýra kæligræju. Heldur var hann búinn að útbúa þannig að stöðugt streimi kalts kranavatns sér um að kæla búrið. Þetta er víst miklu ódýrara og sniðugra. Þetta er hress gæji sem er víst rosalega mikið inn í svona búramálum og virtist vita allt um málið. Við megum sem sagt spjalla við hann ef okkur vantar aðstoð.

Hvað sjáiði annars ef þið horfið á myndina fyrir neðan, þeir sem ekkert geta séð eru nerdics!

4 Comments:

Blogger ingi said...

Þetta þykir mér snilld mikil og væri ekki úr vegi að við gegnum í þetta mál hið fyrsta. Veit hins vegar ekki hvenær það ætti að vera. Kannski um leið og nýtt skólaár byrjar.
Mikilvægast þykir mér að við komum upp þessu búri í líffræðikofanum þar sem hann er ekki upp á marga fiska, þannig að komandi líffræðingar geti notið og séð um. Svona eins konar arfleið frá okkur.

12 April, 2006 18:46  
Blogger sindri said...

það hljóta nú allir að sjá að þetta er fiskur ... how blind can you be?

En já þetta hljómar vel með kælibúnaðinn, er ekki stefnan tekin á að setja búrið upp næsta haust. Það væri kjörið að fá að hafa það í votherberginu á 2.hæð - hljótum að fá það þangað inn!

13 April, 2006 16:46  
Blogger Our Hero, said...

Spurningin á að vera, hverskonar fiskur er á myndinni. Hann hlýtur ð vera einhverskonar pleco með svona stóran bakugga, en hann vantar raufugga...

Flott síða, hún er inn á bookmarks hjá mér.

15 April, 2006 12:44  
Blogger marino said...

"Þeir sem ekkert geta séð eru nerdics", hva meinaru með því?? ég tel mig vera nerdics en samt get ég séð þetta! :)

17 April, 2006 14:00  

Post a Comment

<< Home